Fyrsta skóflustunga að nýju hjúkrunarheimili var tekin þegar kynningarfundur um nýtt hjúkrunarheimili var haldinn þann 19. Janúar sl. Á fundinum kom fram að framkvæmdir við jarðvinnu eru að hefjast og alútboð á byggingunni er áætlað í byrjun Mars. Verkáætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdum utanhúss verði lokið í desember 2017 og fullnaðarfrágangur á sumarmánuðum 2018. Hafnarfjarðarbær byggir nýja hjúkrununarheimilið samkvæmt svokallaðri leiguleið samkvæmt samningi sem undirritaður var árið 2010. Sú breyting var gerð á samningnum við ríkið að Hafnarfjarðarbær mun ekki reka nýja hjúkrunarheimilið og er það sami háttur og verið hefur en ríkið hefur rekið hjúkrunarheimilið fram að þessu. Þessi breyting mun í engu hafa áhrif á gæði þjónustu við heimilismenn á nýju hjúkrunarheimili enda verður reksturinn í samræmi við forskrift ráðuneytisins. Hagsmunir hafnfirðinga við þessari breytingu er að áhættan af rekstrinum mun hvíla á ríkisvaldinu sem ber ábyrgð á málaflokknum en ljóst er að þessi rekstur hefur víða verið mjög íþyngjandi fyrir þau sveitarfélög sem hafa tekið að sér samskonar rekstur.
Ávinningurinn af því að byggja nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangsreitnum er margvíslegur og til dæmis er hægt að nýta núverandi mötuneyti og fullkomið þvottahús áfram auk þess sem dagþjálfun og stoðþjónusta getur nýst heimilismönnum. Síðan væri það góður kostur að nýta hluta af eldri byggingu fyrir fjölgun hjúrkurnarrýma og viðræður um það mál hafa farið fram á undanliðnum árum og það samtal mun halda áfram.
Kynning á framkvæmdinni má sjá hér kynning sólvangur