Ég heiti Eyrún Eyfjörð Svanþórsdóttir, ég er 18 ára framhaldsskólanemi, ég hóf menntaskólagönguna mína í Flensborg og var þar fyrsta árið. Fór svo austur á Hallormsstað í Hússtjórnarskólann og stunda núna nám við Menntaskólann í Kópavogi. Ég gef kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði þann 10. mars nk. Ég sækist eftir 5.-6. sæti. Ég legg áherslu á málefni unga fólksins í Hafnarfirði og vil meðal annars auka við þá afþreyingu sem í boði er. Mikilvægt er að huga að öllum aldurshópum og vil ég leggja mitt af mörkum til að gera Hafnarfjörð að betri bæ fyrir alla.
Hver er ég?
Ég er fædd árið 1999 og ólst upp í Grindavík til ársins 2011, þá flyt ég með fjölskyldu minni í Hafnarfjörð og hef búið hér síðan þá.
Ég er nemi í Menntaskólanum í Kópavogi og starfa sem vaktstjóri í Hagkaup í Garðabæ