Stórt skref var stigið í spjaldtölvuvæðingu hafnfirskra skóla í morgun, þegar nemendum í Áslandsskóla voru afhentar fyrstu spjaldtölvurnar.
Mikilvægur liður í að nútímavæða kennsluhætti og námsmöguleika hafnfirskra barna. Með tækninni verða til möguleikar til að gera námið fjölbreyttara og áhugaverðara út frá mismunandi þörfum nemenda.
Eftirvæntingin og ánægjan í hópi barnanna leyndi sér ekki.