Ydda arkitektar vinna að breytingu að deiliskipulaginu þar sem frumdrög verða kynnt á fundi í Hafnarborg fimmtudaginn 26.11. nk. klukkan 17:15.
Lög er áhersla á bjart og vistvænt umhverfi í húsnæði og opnum útisvæðum á móti suðri, s.s. fjölnota leiksvæðum og göngu- og hjólastígum.
Skipulagið mun taka við af núgildandi skipulagi sem er frekar hefðbundið skipulag með u-laga blokkum og lokuðum görðum ásamt miklum fjölda bílastæða í bílakjöllurum.
Í fundargerð skipulags- og byggingarráðs þann 17. 11. má sjá kynningu Yddu arkitekta á tillögunni.