Vistvangur er hugtak í anda sjálfbærrar þróunar, það er skilgreint afmarkað svæði þar sem lífrænn úrgangur er notaður til að græða upp örfoka land. Í þessum anda starfa samökin GFF; Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs en samtökin hafa í nokkur ár tekið að sér verkefni í uppgræðslu í Krýsuvík og nágrenni. Unnið er út frá hugsun sjálfbærni og hrossatað er flutt á svæðið og síðan dreift í rofabörð. Enginn tilbúinn áburður er notaður og það er athyglisvert að fylgjast með því hversu fjölbreyttur gróður sprettur fram úr hrossataðinu. Samtökin vinna með erlendum sjálboðaliðum sem koma i nokkrum hópum á sumrin og dvelja í Flensborgarskóla á meðan dvöl stendur. Þessir hópar munu í sumar dreifa um 800 tonnum af hrossataði sem flutt verður á svæðið vormánuðum og auk þess taka þátt í að hreinsa burt gaddavír og fleira rusl.
Uppgræðsla GFF með nemendum grunn- og framhaldsskóla
Samtökin eru einnig í samstarfi við grunn- og framhaldsskóla um plöntun á trjáplöntum. Í nokkur ár hafa nemendur Flensborgarskóla tekið þátt í gróðursetningarverkefninu og nú vor munu tveir grunnskólar í Hafnarfirði bætast í hópinn. Grunnskólaverkefnið er þannig að 10 ára börn taka þátt í gróðursetningarverkefni á svæðum sem eru merkt og síðan koma nemendur aftur eftir 5 ár og skoða hvernig trjáplöntunum reiðir af en þær eru merktar. Þannig fá þáttakendur tilfinningu fyrir árangri verkefnisins og mikilvægi þess að græða upp og sinna landinu okkar.
Hafnarfjörður hefur undanfarin stutt við samtökin með því að útvega þeim hrossatað og koma því á svæði sem henta til uppgræðslu.
Við hafnfirðingar eigum Krýsuvík og á svæðinu eru miklar auðlindir og menningarverðmæti. Sagan geymir vonir um uppbyggingu á svæðinu sem kannski gengu ekki allar eftir. Mikill gróðureyðing er á svæðinu og það er því margþættur ávinningur sem við hafnfirðingar njótum af starfi GFF á svæðinu og ákaflega ánægjulegt að nú skuli grunnskólar Hafnarfjarðar bætast í hóp þeirra grunnskóla sem taka þátt í uppgræðslu á svæðinu.
Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs.
-
Vinsælast
Þú finnur okkur hérna
Fréttir
- Málefnasamningur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og óháðra undirritaður í dag.05/06/2018
- Fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar styrkist18/04/2018
- „Hvað gerðir þú skemmtilegt á leikskólanum í dag?"17/04/20180