Ég hef búið í Hafnarfirði alla tíð, foreldrar mínir eru Amalía Stefánsdóttir og Leifur K Bryde. Ég er gift Stefáni Hjaltested og eigum við tvö börn, Jóhannes 25 ára og Amalíu 16 ára.
Árið 2009 útskrifaðist ég sem viðskiptafræðingur Bsc frá HR. Hef starfað hjá Icelandair sem flugfreyja með hléum frá 1998 og við þjálfun áhafna. Var með eigin rekstur 2001-2011, starfaði síðan sem vörumerkjastjóri hjá Artasan og Ölgerðinni 2010-2013. Hef gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði.
Ég varð bæjarfulltrúi í Hafnarfirði árið 2014 og hef einnig verið formaður hafnarstjórnar á sama tíma, mikil uppbygging og viðsnúningur á rekstri hafnarinnar hafa orðið á þessu kjörtímabili. Var formaður menningar og ferðamálanefndar 2014-2017, aðalmaður í umhverfis- og framkvæmdaráði 2017-2018.
Þessi fjögur ár í bæjarstjórn hafa verið lærdómsrík, krefjandi en gefandi. Hef ég mikinn áhuga á að starfa fyrir bæinn minn af fullum krafti annað kjörtímabil og halda áfram að láta verkin tala, öllum bæjarbúum til hagsbóta. Mikil og stór verkefni eru framundan, bærinn okkar er að sjá til sólar aftur eftir ansi mögur ár og framtíðin er björt.
Ég býð mig fram í 2. Sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.