Bæjarbúar hafa ekki varið varhluta af vetri konungi undanfarnar vikur. Um það bil mánuði fyrir jól kynngdi niður miklum magni af snjó og þótt af og til hafi aðeins hlánað hefur líka bæst við og svellbunkar og hálka hefur verið verulega til ama fyrir bæjabúa. Kvartanir til Þjónustuvers vegna hálku og snjómoksturs voru 589 í desember sem segir mikið um það hversu óþægileg færðin hefur verið. Samt hefur verulega verið aukið við fjármagn til málaflokksins og verktakar hafa verið fengnir til hreinsunar auk þess sem tæki og tól hafa verið endurnýjuð á undanförnum árum. En betur má ef duga skal, það sýna þær fjölmörgu kvartanir sem berast frá bæjarbúum og nú er til skoðunar hjá Umhverfis- og framkvæmdaráði með hvaða hætti verði brugðist við þeim. Til skoðunar er að auka tíðni hreinsunar og einnig að endurskoða forgangsröðun. Ennfremur er mikilvægt að bæta þjónustu við gangandi og hjólandi með því að hreinsa stéttar og stíga við aðalleiðir á sama tíma og götur á þeim leiðum. Íbúar gætu síðan lagt sitt af mörkum með því að hreinsa í kringum sín hús og passa að leggja sínum ökutækjum ekki þannig að þau trufli hreinsunarstörf.
-
Vinsælast
Þú finnur okkur hérna
Fréttir
- Málefnasamningur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og óháðra undirritaður í dag.05/06/2018
- Fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar styrkist18/04/2018
- „Hvað gerðir þú skemmtilegt á leikskólanum í dag?"17/04/20180