Skarphéðinn Orri Björnsson
Fæddur í Reykjavík árið 1971
Forstjóri líftæknifyrirtækisins Algalíf
Ég hef búið í Hafnarfirði frá 15 ára aldri utan þriggja tímabila sem ég starfaði erlendis, í Búlgaríu, Kenía og Noregi. Ég tók fyrst þátt í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum árið 1994, og hef síðan verið kjörinn varabæjarfulltrúi í samtals 12 ár. Ég hef setið í flestum nefndum og ráðum Hafnarfjarðarbæjar annað hvort sem aðal- eða varamaður. Áherslur mínar eru fyrst og fremst á aðhald og skynsamlega meðferð á fjármunum bæjarbúa. Við verðum að gæta þess að fjárhagur bæjarfélagsins sé ávallt sterkur og að svigrúm sé til að mæta áföllum. Ég tel að það hafi tekist afskaplega vel til á þessu kjörtímabili. Skuldahlutföll hafa lækkað verulega, og heildarskuldir lækkað í krónum talið. Það skiptir gríðarlega miklu máli.
Vegna þessa árangurs er nú hægt að framkvæma og fjárfesta fyrir verulegar fjárhæðir á hverju ári án þess að taka lán.
Ég legg áherslu á að lóðaframboð verði fyrirsjáanlegt og stöðugt svo bæði fyrirtæki og einstaklingar viti hvað er í bígerð og hversu mikið framboðið verður. Með stöðugu og fyrirsjáanlegu framboði á lóðum, sem seldar eru með tilboðs- eða uppboðsleiðum, tryggjum við uppbyggingu í bænum. Og fáum jafnframt fjármagn af lóðasölu sem dugir til byggingar nauðsynlegra innviða nýrra hverfa.
Sjálfstæðismenn; tryggjum samstöðu til sigurs!