Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði í Hafnarfirði, fagnar 80 ára afmæli sínu á laugardaginn 29. apríl n.k. og mun félagið fara í sína árvissu Vorferð þann dag og halda afmælisfagnað um kvöldið.
Í vorferðinni verður farið um nærumhverfi Hafnarfjarðar, þar sem m.a. verður farið að Hliði á Álftanesi og notið veitinga. Hátindur ferðarinnar er heimsókn til Bessastaða þar sem forsetahjónin Guðni Th.Jóhannesson og Eliza Reid taka á móti okkur. Þess ber að geta að amma Guðna var einn af forkólfum Vorboða á upphafsárum félagsins. Kostnaður við ferðina er 4000 Kr. Innifalið er rúta, hádegisverður og auðvitað skemmtileg upplifun. Skráning hjá Helgu Magnúsdóttur (helgamagnus@gmail.com og 8952453) og Erlu Ragnarsdóttur (Erla@gaflari.is og 6947594). Skráningu lýkur á hádegi föstudaginn 28. apríl..
Afmælisfögnuður verður svo haldinn í sal Sjálfstæðisflokksins á Norðurbakka kl. 20 um kvöldið og eru allir velkomnir. Heiðursgestur flytur ávarp, léttar veitingar, glæsilegt happdrætti með fjölda vinninga, gleði og gaman. Aðgangur kostar 2500 kr. Innifalið í því eru veitingar og einn happdrættismiði. Hægt er að kaupa fleiri happdrættismiða. 1 miði á 500 kr. 5 miðar á 2000 kr. og 10 miðar á 3500 kr. Meðal vinninga eru gjafabréf frá veitingahúsum, skartgripir, snyrtivörur, hársnyrtivörur, Heilsuvörur og margt, margt fleira. Yfir 40 vinningar í boði.
Skráning hjá Kristjönu Ósk Jónsdóttur (Kristjana@apal.is og 693-3744) og Ragnheiði Berg (Ragga-Berg@hotmail.com og 691-4070). Skráningu lýkur á hádegi föstudaginn 28. apríl.
Við hlökkum til að fagna með ykkur