Rósa Guðbjartsdóttir er 52 ára, stjórnmálafræðingur, formaður bæjarráðs og fræðsluráðs. Gift, fjögurra barna móðir.
Á þessu kjörtímabili hafa áherslur okkar Sjálfstæðismanna um ábyrgan rekstur og umbætur á fjármálum sveitarfélagsins skilað miklum árangri. Með auknum fjárhagslegum styrk bæjarfélagsins hefur nær öll þjónusta við íbúana verið bætt.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað á öllum sviðum sveitarfélagsins síðustu ár. Þrátt fyrir það hafa gjöld og álögur staðið í stað eða verið lækkuð, eins og t.d. útsvar og fasteignaskattar.
Ég vil halda áfram á sömu braut agaðrar stjórnunar og uppbyggingar bæjarfélagsins. Ég vil að virðing sé borin fyrir því skattfé sem bæjarbúar greiða til bæjarfélagsins og tryggja skilvirkan og farsælan rekstur með háu þjónustustigi.
Undir minni forystu höfum við Sjálfstæðismenn gengið samhent og samstiga til allra verka á kjörtímabilinu. Ég óska eftir stuðningi til að halda áfram á þeirri farsælu vegferð; og leiða öflugt lið sem mun uppskera ríkulega fyrir bæjarfélagið.
Áfram Hafnarfjörður!