Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fer fram í dag, laugardaginn 10. mars.
Kjördeild verður í Víðistaðaskóla og opnar kjörstaður kl 10:00 og lokar kl: 18:00.
Kosningarétt hafa fullgildir meðlimir Sjálfstæðisfélagana í Hafnarfirði og þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í kjördæminu við kosningar og undirritað hafa inntökubeiðni í Sjálfstæðisfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfundar og teljast þar með komnir á flokksskrá. (Reglur um prófkjör Sjálfstæðisflokksins, settar af miðstjórn 10. apríl 1985).
Hægt er að skrá sig í flokkinn á kjörstað.
Boðið verður uppá kaffi og veitingar, í sal Sjálfstæðisflokksins að Norðurbakka 1a, í dag frá kl 10:00 til kl: 18:00
Kosningavaka verður í kvöld í sal Sjálfstæðisflokksins að Norðurbakka 1a, opnar húsið kl: 20:00, fyrstu tölur væntanlegar rétt uppúr kl: 20:00.
Með kveðju
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði