Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fer fram næstkomandi laugardag 10. mars.
Kjördeild verður í Víðistaðaskóla og opnar kjörstaður kl 10:00 og lokar kl: 18:00.
Kosningarétt hafa fullgildir meðlimir Sjálfstæðisfélagana í Hafnarfirði og þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í kjördæminu við kosningar og undirritað hafa inntökubeiðni í Sjálfstæðisfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfundar og teljast þar með komnir á flokksskrá. (Reglur um prófkjör Sjálfstæðisflokksins, settar af miðstjórn 10. apríl 1985).
Hægt er að skrá sig í flokkinn á heimsíðunni xd.is Einnig verður hægt að ganga í flokkinn á kjörstað. Athugið að fólk á aldrinum 15 – 18 ára sem er ekki flokksbundið þurfa að ganga í flokkinn fyrir lok kjörskrár, þ.e.a.s. fyrir kl 17:00 föstudaginn 9.mars.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og er opin alla virka daga frá kl. 09.00 – 16.00.
Með kveðju
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði