Á bæjarstjórafundi sem haldinn er nú í Hafnarfirði var samþykktur þjónustusamningur við grunnskóla Framsýnar, sjá má eftirfarandi bókun meirihlutans. Skólinn tekur til starfa nú í haust og stendur innritun yfir.
Bókun meirihluta:
Bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins bóka eftirfarandi: “Með samþykkt sinni á fyrirliggjandi þjónustusamningi og stofnun grunnskóla Framsýnar – Skólafélags ehf hefur bæjarstjórn stigið mikilvægt skref í átt að frekari framþróun grunnskólastarf í Hafnarfirði. Á sama tíma og framlag til grunnskóla bæjarins hefur verið aukið umtalsvert, er með þessu verð að auka enn frekar valmöguleika barna til að stunda nám eftir áhugasviði. Grunnskóli Framsýnar – Skólafélags ehf verður með áherslur á íþróttir og heilsu. Skólinn hefur hlotið viðurkenningu Menntamálastofnunar um að hann uppfylli faglegar kröfur sem gerðar eru til grunnskóla á Íslandi og hefur sýnt fram á rekstrarlegt hæfi sem uppfyllir kröfur til slíkra skóla.
Fyrirliggjandi þjónustusamningur er gerður til tveggja ára með endurskoðun að ári. Í samningnum er tryggt öll börn, óháð andlegu eða líkamlegu atgervi hafi jafna möguleika á að sækja menntun í skólanum. Sett þak á hámark skólagjalda, sem er lægra en almennt gerist í sambærilegum skólum, og skilyrt er að hagnaður af starfseminni fari til frekari innri uppbyggingar í skólanum en verði ekki greiddur út sem arður til eigenda. Skólinn undirgengst allar sömu úttektir á skólastarfi af hálfu skólayfirvalda og framkvæmdar eru í öðrum grunnskólum Hafnarfjarðar. Þá er tryggt að þjónusta við börn sem þurfa sérþjónustu sé sú sama og í öðrum skólum bæjarins.