Ánægjuleg stund var á Hörðuvöllum í dag þegar málefnasamningur nýs meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar var undirritaður. ” Við erum full tilhlökkunar fyrir komandi kjörtímabil og staðráðin í að vinna vel í þágu allra Hafnfirðinga. Ætlunin er að halda áfram á braut agaðrar fjármálastjórnunar og byggja á þeim góða grunni sem lagður hefur verið, efla þjónustu við bæjarbúa og gera stjórnsýsluna skilvirkari. Ráðist verður í mörg spennandi uppbyggingarverkefni, gera bæinn okkar enn fjölskylduvænni, leggja áherslu á lækkun gjalda, að styðja vel við eldri borgara, tryggja nægt lóðaframboð og nýta þau fjölmörgu tækifæri sem við blasa á hinum ýmsu sviðum til að koma Hafnarfirði í allra fremstu röð” segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri.
Hér má lesa málefnasamninginn í heild sinni Malefnasamningur-XD-XB-fors2