Magnús Ægir Magnússon er fæddur í Keflavík, nú Reykjanesbæ, árið 1956. Að lokinni grunnskólagöngu lá leiðin í Verslunarskóla Íslands. Eftir stúdentspróf stundaði hann nám við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan sem Cand Oecon. Magnús er með MBA gráðu frá Edinborg University í Skotlandi og löggiltur verðbréfamiðlari.
Megnið af sínum starfsferli hefur Magnús verið í störfum tengdum fjármálum og rekstri m.a. sem bankamaður og nú hin síðari ár sem sjálfstætt starfandi fjármálaráðgjafi. Magnús hefur starfað sem stjórnarformaður Allianz á Íslandi síðustu 10 árin en fyrirtækið flutti starfsemi sína til Hafnarfjarðar í fyrra.
Í gegnum tíðina hefur Magnús tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins. Hefur hann m.a. gengt starfi formanns Sjálfstæðisfélagsins Fram í Hafnarfirði sem og starfi formanns Sjálfstæðisfélags Keflavíkur.
Magnús er giftur Ölmu Sigurðardóttur, bókasafns- og upplýsingafræðingi hjá Fiskistofu í Hafnarfirði og eiga hjónin 2 börn sem bæði gengu í Öldutúnsskóla og í framhaldinu Flensborg þaðan sem þau luku stúdentsprófi