Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði samþykkti í vikunni lista sinn fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði.
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs leiðir listann. „Ég er mjög ánægð með þennan samhenta hóp sem er reiðubúinn að vinna vel fyrir Hafnfirðinga. Það hefur náðst frábær árangur á kjörtímabilinu og það er mikilvægt að halda áfram á sömu braut traustrar fjármálastjórnunar og uppbyggingar í bæjarfélaginu. Við viljum halda því góða starfi áfram til heilla fyrir Hafnfirðinga alla” segir Rósa.
Listi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í heild sinni:
- Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs
- Kristinn Andersen verkfr. og bæjarfulltrúi
- Ólafur Ingi Tómasson bæjarfulltrúi
- Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi
- Kristín Thoroddsen varabæjarfulltr. og flugfreyja
- Guðbjörg Oddný Jónasdóttir mannauðsstjóri
- Skarphéðinn Orri Björnsson frkv.stj. og varabæjarfulltr.
- Lovísa Björg Traustadóttir iðnrekstrarfr. og meistaran.
- Magnús Ægir Magnússon rekstrarhagfræðingur
- Bergur Þorri Benjamínsson form. Sjálfsbjargar
- Tinna Hallbergsdóttir gæðafulltr. og meistaran.
- Einar Freyr Bergsson framhaldsskólanemi
- Eyrún Eyfjörð Svanþórsdóttir framhaldsskólanemi
- Guðvarður Ólafsson ráðgjafi net- og hýsingalausna
- Kristjana Ósk Jónsdóttir viðskiptafr og framkv.stj.
- Rannveig Klara Matthíasdóttir nemenda- og kennsluráðgj.
- Arnar Eldon Geirsson skrifstofu- og kerfisstjóri
- Vaka Dagsdóttir laganemi
- Örn Tryggvi Johnsen rekstrarstjóri
- Jón Gestur Viggósson skrifstofumaður
- Helga Ragnheiður Stefánsdóttir form. Bandal. kvenna Hafnarf.
- Sigrún Ósk Ingadóttir eigandi Kerfis ehf.