- Nafn: Helga Ingólfsdóttir
- Fæðingarár: 1961
- Fjölskylduhagir: Gift, 3 börn og tvö barnabörn
- Menntun: Rekstar- og viðskiptanám frá EHÍ
- Starf: Bókari og bæjarfulltrúi. Formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs og varaformaður Fjölskylduráðs.
Félagsstörf: Fjölmörg trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn á löngu árabili. Formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði og varaformaður kjördæmisráðs SV kjördæmis 2007-2010. StjórnVR frá 2013 og varaformaður VR frá 2017.
Áhugamál: Samfélagsmál, útivera, lestur, handavinna og samvera með fjölskyldu og vinum
Helstu áherslur:
Traust og ábyrg fjármálastjórn þar sem virðing er borin fyrir skattfé hafnfirðinga er lykillinn að uppbyggingu innviða og góðri þjónustu við bæjarbúa.
Góð umgjörð og aðstaða nemenda og starfsfólks grunn- og leikskóla er forgangsmál og jafnframt að styðja vel við fjölbreytt og öflugt starf íþrótta og tómstundafélaga.
„ Mér finnst mikilvægt að í boði sé leikskóli fyrir öll börn frá 1. árs aldri og ég legg áherslu á að samþætta íþróttaiðkun barna með skólastarfi og minnka skutl foreldra“
Umhverfismál verði sett í forgang með áherslu á hreinsun og fegrun og langtímamarkmið í verndun auðlinda bæjarins.
Greiðar samgöngur með áherslu á öryggi og val íbúa um ferðamáta og að mótuð verði samgöngustefna.
Tryggja þarf að lóðaframboð til íbúðauppbyggingar sé á hverjum tíma í samræmi við íbúafjölgun og eftirspurn.
Stuðningur við eldri borgara eftir starfslok þarf að vera margskonar og mæta ólíkum þörfum þessa hóps.
Fjölga þarf búsetuúrræðum og atvinnutækifærum fyrir fatlað fólk.
Áfram verði fjölgað íbúðum í félagslega kerfinu til stuðnings fyrir tekjulægri.
Mitt markmið er að Hafnarfjörður verði „Besti bærinn“ og ég óska eftir stuðningi í 3. Sæti.