Bergur Þorri Benjamínsson býður sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði þann 10. mars n.k. Menntun: B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og kennsluréttindi á meistarastigi frá sama skóla. Fjölskylduhagir: Bergur er giftur Helgu Magnúsdóttur, mennta- og menningarfulltrúa Bandaríska sendiráðsins á Íslandi. Bergur á tvö börn, tvíburana Birnu Dísellu og Benjamín Þorra. Þau eru 12 ára. Helga á tvíburana Guðna Natan og Sigríði Stellu, sem eru 19 ára.
Starf: Formaður Sjálfsbjargar
- Helstu stefnumál.
- Nýungar í félagslegri aðstoð. Beingreiðslusamningar og NPA koma öllum til góða.
- Umferðin.
- Umferð í gegnum bæinn okkar þarf að ganga greiðar fyrir sig. Greiðari umferð er líka forsenda frekari uppbyggingar t.d í Skarðshlíð.
- Skólamál
- Kennarar í grunnskólum eru langþreyttir á sínum starfsaðstæðum. Huga þarf vel að því að bæta þær aðstæður svo ekki bresti á flótti úr kennarastéttinni.
- Hagkvæmur rekstur.
- Hreinar götur, minna svifryk!