
- This event has passed.
Listamannsspjall – Marta María Jónsdóttir
September 27, 2015 kl.15:00 - 18:00

Sunnudaginn 27. september kl. 15 mun listakonan Marta María Jónsdóttir fjalla um verk sín á sýningunni Heimurinn án okkar. Sýningin er haustsýning Hafnarborgar.
Á sýningunni Heimurinn án okkar verða leiddir saman íslenskir listamenn sem vinna með hugmyndir um alheiminn í verkum sínum og varpa ljósi á ákveðna þætti hans hvort sem um er að ræða hið nálæga eða hið fjarlæga, micro eða macro. Þannig eru hinar ýmsu víddir alheimsins afhjúpaðar um leið og leitað er samfellu og heildar.