Í dag voru haldnir ráðsfundir bæði í Umhverfis- og framkvæmdarráði og Fræðsluráði.
Á fundi Umhverfis og- og framkvæmdarráðs var meðal annars samþykkt að fara af stað með sölumeðferð á 4 eignum bæjarins þ.e. Straumi, listamiðstöð, Hrauntungu 5, Strandgötu 4 og Flatahrauni 14. Fullt samráð verður haft við þá hagsmunaaðila sem eru með starfsemi í fyrrgreindum húsum og þeim fundin önnur staðsetning í öðrum eignum bæjarins. Einnig var samþykkt að fara af stað með framkvæmdir á Víðistaðatúni en á síðasta ári fór fram vinna við að skoða nýtingarmöguleika túnsins með það að markmiði að það höfðaði til fjölskyldufólks. Byrjað verður á að koma fyrir grillhúsi en fyrir liggur meða annars að fjölga leiktækjum, og auka afþreyingarmöguleika almennings á svæðinu.
Á dagskrá Fræðsluráðs voru fjölmörg mál en helst er að nefna að ákveðið var að setja af stað starfshóp sem mun skila tillögu um lýðheilsumál í Hafnarfirði ásamt því að vinna aðgerðaráætlun í samræmi við stefnu um heilsueflandi samfélag og heilsueflandi vinnustað.
Hægt er að lesa fundargerðirnar í heild sinni á heimasíðu Hafnarfjarðar.