Á meðal tillagna í rekstrarúttekt sem Capacent gerði fyrir Hafnarfjarðarbæ, er lagt til að færa kennsluúthlutun í skólum bæjarins til þess horfs sem hún var í fyrir tveimur árum og til samræmis við það sem tíðkast hjá Reykjavíkurborg. Með slíkri tilhögun mætti nýta fjármuni í kerfinu umtalsvert betur en nú er gert. Að mati sérfræðinga fræðsluþjónustu bæjarins mun sú ráðstöfun ekki skerða þjónustu við nemendur en útfærsla í breyttu úthlutunarmódeli verður á hendi hvers skóla. Þess má geta að þetta fyrirkomulag við kennsluúthlutun sem viðhaft er í Reykjavík virðist síður en svo koma niður á námsárangri, a.m.k. ekki þegar einkunnir í samræmdum prófum eru bornar saman á milli sveitarfélaga. Á fundi fræðsluráðs miðvikudaginn 16. desember sl. var fjárhagsáætlun á dagskrá og þar lögðu fulltrúar meirihlutans fram eftirfarandi bókun:
“Í fjárhagsáætlun ársins 2016 hækkar framlag til fræðslu- og frístundamála um nærri 800 hundruð milljónir króna milli ára.
Á næsta skólaári, frá 1. ágúst 2016 fjölgar nemendum um 103 í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar. Með því að taka upp gildandi reglur um úthlutun kennslustunda hjá Reykjavíkurborg mun kennslustundum í skólum Hafnarfjarðarbæjar fækka um 3%. Þessi ráðstöfun mun á engan hátt skerða þjónustu við nemendur, en útfærsla kennsluúthlutunar er á verksviði skólastjórnenda á hverjum stað. Markmiðið er að nýta fjármagn betur og meðal annars leggja áherslu á og auka svigrúm til að bæta aðbúnað í skólunum, sbr. endurnýjun á tölvum o.fl.
Nemendum á leikskólaaldri bæjarins fækkar um 83 börn á milli ára. Við því hefur verið brugðist m.a. með því að leggja niður deildir innan leikskóla og nýjar innritunarreglur á leikskóla tóku gildi sl. vor. Þar er gert ráð fyrir að börn séu tekin inn á leikskóla bæjarins tvisvar á ári, innritunaraldurinn lækkar í skrefum næstu misserin og leikskólagjöld haldast óbreytt þriðja árið í röð. Þá hefur stöðugildum verið fjölgað um þrjú og hálft vegna starfsmanna sem gefst nú kostur á endurmenntun í fjarnámi. Reyndin er sú að starfsmönnum í leikskólum bæjarins fjölgar líka vegna lækkaðs innritunaraldurs.
Að gefnu tilefni skal það tekið fram að fjárveitingar til Barnaskóla Hjallastefnunnar taka mið af reglugerð um að sveitarfélög skuli greiða að lágmarki 75% af viðmiðunargjaldi sem Hagstofa Íslands reiknar út í september hvert ár. Ekki er gert ráð fyrir breytingu þar á enda um lögbundið hlutfall að ræða.”
-
Vinsælast
Þú finnur okkur hérna
Fréttir
- Málefnasamningur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og óháðra undirritaður í dag.05/06/2018
- Fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar styrkist18/04/2018
- „Hvað gerðir þú skemmtilegt á leikskólanum í dag?"17/04/20180