Fjölmennur fundur var haldinn í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi nú í kvöld í Valhöll þar sem samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta að halda prófkjör í lok sumars eða á tímabilinu frá 27. ágúst til 10. september vegna vals á framboðslista fyrir næstu alþingiskosningar. Kjörstjórn mun taka ákvörðun um nánari dagsetningu.