Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2015
Tugir Hafnfirðinga sóttu landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem fyllti Laugardalshöllina um helgina. Yfirskrift fundarins að þessu sinni var „Frelsi og jafnrétti“, þar sem vísað var til 100 ára kosningaréttar kvenna. En það var ekki síður unga fólkið sem átti þennan fund og setti mark sitt á hann með stefnumálum sínum og auknum áhrifum.
Þrír Hafnfirðingar voru kjörnir í málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins, sem starfa milli landsfunda. Bergur Þorri Benjamínsson var kjörinn formaður velferðarnefndar, Helga Ingólfsdóttir var kjörin í efnahags- og viðskiptanefnd og úr hópi ungra Hafnfirðinga var Sigurgeir Jónasson kjörinn í fjárlaganefnd.
Landsfundur setur stefnuna í málefnum Sjálfstæðisflokksins og kýs forystu hans, en á þessum fjölmennasta stefnumótunarfundi stjórnmálaflokks á Íslandi á seturétt á annað þúsund fulltrúa hvaðanæva af landinu og skoðanaskiptin geta verið fjölbreytt og lífleg eftir því. Ekki skiptir þó minna máli að njóta samverunnar og gleðjast saman, en landsfundarhófið fór fram á laugardagskvöldinu og þótti takast sérstaklega vel.
Landsfundurinn 2015 gefur fyrirheit um ferska vinda í stjórnmálum á Íslandi, nýjar áherslur og nýja kynslóð sem markar vegferðina á komandi árum. Og þannig á það að vera