Skarðshlíðin, nýjasta byggingarsvæði Hafnfirðinga hefur verið tilbúið til úthlutunar frá árinu 2007. Árið 2012 var skipulagi Skarðshlíðar lítillega breytt og farið í átak til að selja lóðir. Ein lóð seldist í þessu átaki.
Skipulagið sem gerir ráð fyrir 1-2 bílastæðum í bílakjallara á íbúð, frekar stórum íbúðum í fjölbýli og mjög stórum húsum í sérbýli er langt úr takti við umræðuna í dag sem er ódýrt húsnæði fyrir alla. Á fyrsta fundi skipulags- og byggingarráðs lagði núverandi meirihluti til að úthlutanir í Skarðhlíð væru stöðvaðar og hverfið endurskipulagt með það í huga að hægt væri að byggja ódýrari og minni íbúðir í fjölbýli og sérbýli. Auk þess hefur skipulagi margra fjölbýlishúsa á Völlum verið breytt frá því að við í meirihlutanum tókum við skiplagsmálum á þá vegu að bílakjallarar eru teknir út, öll bílastæði eru ofanjarðar og íbúðir minkaðar.
Minnihluti bæjarstjórnar gagnrýndi ákvörðun okkar um breytingar í Skarðshlíð og vildi halda sig við fyrra skipulag, þ.e. íbúðir með bílakjallara og stór sérbýli. Nú í tilefni frétta úr Kópavogi gagnrýnir minnihlutinn okkur fyrir að aðhafast ekkert, það er vandlifað í þessu bæjarfélagi