Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta bæjarstjórnarfundi fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2016 – 2019.
í bókun meirihlutans kemur meðal annars eftirfarandi fram ” Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2010 – 2019 ber þess merki að mikill viðsnúningur er að verða í rekstri sveitarfélagsins. Umbætur sem staðið hafa yfir í kjölfar rekstrarúttektar undanfarna mánuði eru að skila góðum árangri og gangi þessi áætlun eftir er ljóst að búið er að ná tökum á erfiðri fjárhagsstöðu bæjarins og bjartara framundan á komandi árum.
Í frumvarpinu er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórn, óbreytt þjónustustig og forgangsröðun í þágu barnafjölskyldna í bænum. Markmiðið er að Hafnarfjörður sé ábyrgur, aðgengilegur og áhugaverður framtíðarbær”.
Nánar má lesa um þetta á síðu hafnarfjarðarbæjar hafnarfjordur.is