Bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi breytingu á deiliskipulagi Strandgötu 26-30. Helstu breytingar eru að húsið verður 4 hæðir í stað 5 og ekið verður í gegnum bílakjallara Fjarðar til að komast í bílakjallara Strandgötu 26-30.
Kostur þess að sameina innkeyrslu bílakjallara Fjarðar við Strandgötu eru aukin gæði miðbæjarins þar sem ekki er tekið pláss undir aðra innkeyrslu.
Á 1. hæð verður verslun og þjónusta en gert er ráð fyrir íbúðum á efri hæðum. Ljóst er að húsið mun færa aukið líf og styrkja miðbæinn til muna.